Þetta þarf að rannsaka...

Það er alveg ljost að það þarf að skoða þetta mál mjög vel, því ef rétt reynist þá er um að ræða töluverða hagsmuni sem verið er að hagræða.

Það getur vel verið að það sé auðvelt að giska, en það er miklu auðveldara að giska vitlaust.


mbl.is Dularfullir atburðir í tengslum við drátt í Meistaradeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ohhh...nú eyðilögðuð þið útsendinguna fyrir mér...

Gat nú verið að ég ræki augun í úrslitin rétt áður en ég ætlaði að setjast niður og horfa á útsendinguna.

Má nú ekki bíða með að slá upp fyrirsögnunum þar til útsendingu lýkur.

Það hefði t.d. verið hægt að setja sem fyrirsögn: "Úrslit í ástralska kappakstrinum".

Fyrir þá sem eru með mbl.is sem upphafssíðu þá eyðileggur þetta ansi mikið.


mbl.is Hamilton öruggur sigurvegari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýrara en hótel

Það eru margar leiðir til að spara aurinn ein leið er að láta ríkið borga næturgistingu. Ætli morgunmaturinn sé betri á sunnudögum? Er þetta val eða hvað.........


mbl.is Fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu yfirfullar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of seint í rassinn gripið

Þetta heitir að vera skrefi á eftir er ekki nær að vera skrefinu á undan og óska eftir skýrslum áður en vélin lendir ?? halllóoo ....allir sofnaðir á verðinum. Þetta minnir á krabbamein því þar viljum við vera vakandi fyrir einkennum og bregðast við um leið og grunur vaknar um að eitthvað gæti verið óeðlilegt.


mbl.is CIA-flugvél millilenti í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er von á mörgum

Eru þeir að óttast fjöldagöngu upp á Everest Woundering  eða nenna þeir ekki að hirða upp líkin sem munu liggja eins og hráviður eftir hlíðum fjallsins?
mbl.is Everestfjalli lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gyllinæð

Raunveruleikinn er oft verri en skáldskapurinn. Það vantar hins vegar í söguna að hún hlýtur að hafa verið farin að þjáðst af gyllinæð og skertu blóðflæði svo kanski er þetta ekki saga úr raunveruleikanum ha ha......Grin
mbl.is Greri föst við klósettsetuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manntjón? þið meinið morð á saklausum borgurum er það ekki?

Af hverju er þessi fyrirsögn þannig að skilja mætti að um slys væri að ræða? Eru kannski viðskiptatengsl okkar við Kína orðin þannig að það má ekki kalla hlutina réttum nöfnum?

Kannski var þetta svona:

"Tíbetskur borgari yfirgaf líf sitt í tengslum við stefnu Kínverskra yfirvalda um hæfi íbúa Tíbet til að ákveða hluti sjálfir. Ekki er vitað til þess að viðkomandi hafi verið ósattur við ákvörðun sína."

Að vera myrtur er allt annað en að lenda í manntjóni er það ekki?


mbl.is Manntjón í mótmælum í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úff, sú þriðja og ég ekki búinn að ná almennilega nr. 2

Hvernig verður þriðja iðnbyltingin, hættum að senda korn til 3ja heimsins en framleiðum í staðinn eldsneyti fyrir bílaflotann?

Eða er raunverulegur áhugi að því að skera niður losun gróðurhúsalofttegunda, myndi það þá ekki þýða að þær auðlindir sem treyst er á í nánust framtíð skili sér ekki, þ.e. olía og gas á norðurslóðum?

Hvaða afstöðu hafa Íslendingar í þessu máli, viljum við gróðann af þessum auðlindum eða hafa ís á norðurpólnum?


mbl.is Þriðja iðnbyltingin í vændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíð barnanna

Má ekki flokka þessa eigingirni undir tvíeggjað sverð........ eða tvíeggjað sverð með bómull?


mbl.is Schwarzenegger flýgur í vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítastuðull

Það er kanski rétt að koma sér saman um skítastuðul tilvonandi fjölskyldu áður en ráðist er í að gifta sig.  Það er mikið talað um smitvarnir og í því sambandi er talað um handþvott, smokka en það er greinilega lífsnauðsynlegt að bæta á listann fótaþvott..................
mbl.is Brenndur lifandi út af skítugum fótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband