19.2.2008 | 11:09
Strákar vera vakandi
Hvað með okkur strákar og okkar krabbamein? Ætla þeir bara að láta okkur flakka. Við berum þennan vírus líka. Hallllóó. Pælum í þessu! Hvað viljum við?
Hagkvæmt að bólusetja við leghálskrabbameini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
en veldur þessi vírus krabbameini hjá körlum?
Guðrún Vala Elísdóttir, 19.2.2008 kl. 11:25
Nei, það gerir hann ekki.
Guðmundur (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 12:00
Ekki frekar en hjá knum
Gullvagninn (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 12:37
Gullvagninn: ég vil benda þér á að þessi vírus/veira veldur 99% af leghálskrabbameini hjá konum og er því hægt að segja með réttu að hann valdi krabbameini.
Enn sem komið er hafa rannsóknir ekki leytt í ljós eins augljóst og mikið samband á milli þessara veiru og krabbameins í körlum, en þó hefur komið í ljós að HPV getur í nokkrum tilfellum valdið krabbameini í getnaðarlim og endaþarmi.
Þessi veira hefur um það bil 40 afbrigði sem geta smitað mannafólk. 2 af þessum 40, svokallaðar HPV-16 (human papilloma virus númer 16) og HPV-18, eru hættulegustu afbrigðin fyrir konur, valda um það bil 70% af leghálskrabbameini og eru þetta einmitt þau tvö afbrigði sem bólusett er fyrir.
Það eru til tvö bóluefni núna eins og segir í fréttinni, annað (Cervarix) veitir vörn gegn þessum 2 afbrigðum en hitt bóluefnið (Gardasil) veitir að auki vörn gegn tveimur afbrigðum (HPV-6 and HPV-11) sem valda 90% af kynfæravörtu tilfellum.
Ingigerður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 13:24
Þakka þér fyrir, Ingigerður, að taka þér tíma til að svara þessu bulli sem hér hefur komið fram að framan og reyndar víðar.
Sólveig (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.