22.2.2008 | 14:12
Fjöldi rekkjunauta aukist
Af hverju haldiði að það sé verið að tala um að bólusetja stelpur á 12 ára aldri fyrir leghálskrabbameini? Af því að sumir unglingar byrja kynlíf á þessum aldri. Getnaðarvarnir - sýkingarvarnir. Í rannsókn frá 2007 sem fram fór á fjórum Norðurlandanna þar sem 70.000 konur (18-45 ára) voru spurðar hvort heilbrigðisstarfsmaður hefði greint hjá þeim kynfæravörtur kom fram hæst tíðni á Íslandi eða að 12% kvennanna svöruðu játandi. Ennfremur kom skýrt fram að algengi kynfæravörtusmits hjá ungum íslenskum stúlkum fer ört vaxandi og höfðu 20% kvennanna í yngsta hópnum fengið kynfæravörtur fyrir 26 ára aldur. Jafnframt kom fram að lang sterkasti áhættuþátturinn fyrir því að fá kynfæravörtur var fjöldi rekkjunauta, en hann hefur aukist mjög hratt á Íslandi hjá ungum konum, sem voru með talsvert fleiri rekkjunauta en ungar konur á hinum Norðurlöndunum. Til dæmis greindu 26-30 ára íslenskar konur frá 15 rekkjunautum að meðaltali. Það þarf tvo til við strákar berum þennan ófögnuð á milli
Unglingsstúlka eignast aftur þríbura | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.