Á ekki að fara að laga þetta vegakerfi?

Hversu lengi þarf fólk í þessum landshluta að leggja líf sitt og fjölskyldna sinna í hættu? Er ekki kominn tími á að þetta verði klárað á sómasamlegan hátt? Það hlýtur að vera hægt að ganga frá þessum vegspottum þannig að þeir stofni ekki vegfarendum í hættu mörgum sinnum á ári.

Furðulegt áhugaleysi stjórnvalda.


mbl.is Lokað vegna snjóflóðahættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sorglegt en satt Steinar, þá er umræddur vegur milli Ísafjarðar og Súðavíkur með þeim betri á Vestfjörðum og dagafjöldi sem vegurinn er lokaður lítill miðað við aðrar leiðir; meðaltal á ári 1-2 dagar á meðan leiðin Ísafjörður-Patreksfjörður er lokuð að meðaltali yfir 120 daga. 

Sjá grein og kort :  http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=112648

Áhugaleysi stjórnvalda og ekki síst ráðamanna úr Reykjavík á umbótum á öllum sviðum á Vestfjörðum er ótrúlegt.  Allar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu virðast vera mikilvægari en þær á Vestfjörðum, og oft má heyra skýna í gegnum bablið að það búi þar svo fáir að það "taki því ekki" að gera neitt.  Ég veit ekki betur en að við hér borgum skatta eins og aðrir landsmenn og ekki fáum við neinn afslátt á honum þótt að við fáum ekki nærri sömu þjónustu og aðrir.

En athygglisverðasta og umdeilanlegasta ákvörðun sem ég hef orðið vitni af, var það að fresta gerð snjóflóðavarnargarðs fyrir ofan byggð hér á Vestfjörðum vegna þenslu í þjóðfélaginu.  Framkvæmd upp á 5-600 milljónir.  Í sömu viku var undirritaður samnigur um ráðstefnu og tónleikahöll á hafnarbakkanum í Reykjavík, framkvæmd upp á hvað marga milljarða?

Sigurður Jón Hreinsson, 1.3.2008 kl. 12:38

2 identicon

Varð bara að koma því að að þetta snjóflóð hefur lítið með vegakerfið að gera þar sem þessi vegur er bara í ágætu standi og lítið um aðra möguleika að byggja hann annarsstaðar. Nema að bora í gegnum alla firðina á Vestfjörðum.

Umrætt flóð varð ekki á svokallaðri Súðavíkurhlíð þar sem mikil umræða er um að gera önnur göng í gegnum.

Vala (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 13:35

3 identicon

Þau féllu nú nokkur þó svo að þau hafi verið misstór. Það féllu nokkur á Súðavíkurhlíðina sjálfa.

Jón þór Eiríksson (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband