Fæðuöryggi eða fjárhagslegt öryggi?

Hvern er alltaf verið að vernda hérna? Fyrst þegar ég kynnti mér lögin var verið að banna bændum að framleiða, síðan var þeim bannað að flytja út eða selja sjálfir, nú má hvorki framleiða né flytja inn.

Eigum við bara ekki að hætta að banna hluti og leyfa vörunum að sanna sig sjálfar. Ef íslenskar afurðir eru jafn góðar og við sjálf höldum fram þurfum við varla að örvænta.

Kannski er það þessari forsjárhyggju að kenna að íslenskur landbúnaður er jafn einhæfur og raun ber vitni. Flestir bændur sem ég þekki eru fullkomnlega hæfir til að bjarga sér sjálfir.


mbl.is Hlutverk landbúnaðar í fæðuöryggi þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég hef tekið eftir því að Ólafur Ragnar ræðir nú lítið um útrásarvikingana sína sem honum var tíðrætt um áður en það tók að syrta í álinn hjá þeim.

Sigurjón Þórðarson, 2.3.2008 kl. 19:01

2 identicon

 

Úrdráttur úr grein ''Lýðveldið Ísland og Evrópusambandið'' eftir undirritaðan sem birtist í Morgunblaðinu 6.júni 2004.

,,Matarbúr landsmanna, íslenski landbúnaðurinn, sem er einn stærsti öryggisþáttur í almannavörnum þjóðarinar, vegna legu landsins sem eyríki, er í hættu vegna áhrifa frá Evrópusamrunnanum. Hörðustu stuðningsmenn aðildar að ESB er að finna í Samfylkingunni og vilja þeir hefja aðildarviðræður sem fyrst. Framsóknarflokkurinn er líklegastur ásamt Samfylkingunni að vera í þeirri ríkisstjórn sem myndi samþykkja inngöngu okkar inn í Evrópusambandið.''

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 19:34

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ólafur Ragnar ræðir ennþá um hlýnandi veðurfar á heimsvísu, þótt mælingar sýni kólnun mánuð eftir mánuð. Hann gæti þó hafa haft einhverjar spurnir að kólnuninni, því að nú talar hann um "fæðuöryggi Íslendinga". Samkvæmt Ólafi, steðjar nú mikil vá að þjóðinni, vegna þess að Kínverjar og Indverjar éta svo mikið.

Ólafur nefnir ekki, að hækkandi verðlag á matvöru stafar af kostnaðarsamari framleiðslu, sem aftur skýrist af brennslu matvæla. Vegna vitleysunnar um hlýnandi veðurfar, hefur víða verið tekin upp framleiðsla á Etanóli úr matvælum. Að auki er dýrmætt ræktarland nú lagt undir ræktun til þessarar etanól-framleiðslu.

Annars held ég að þessi umræða um "fæðuöryggi Íslendinga" sé fyrst og fremst lymskulegt áróðurs-bragð til að fá Alþingi til að henda fleirri milljörðum í landbúnaðar-sukkið. Nóg er nú samt bruðlið í því fjárhúsi.

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.3.2008 kl. 19:49

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Loftur

Ólafur spilar þá tónlist sem er á toppnum hverju sinni.

Sigurjón Þórðarson, 2.3.2008 kl. 22:27

5 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Hvers vegna er skór og fatnaður Dýrari en landbúnaðarvörur, ekki er um ferskvöru að ræða og ekki eru það tollarnir. Íslenska ríkið fer með 2% af fjármagni sínu í landbúnað en Evrópusambandið 62% Íslendingar eyða 5% af ráðstöfunartekjum sínum í íslenskar landbúnaðarvörur sem er það fjórða minnsta innan OECD. Því miður eru matvælafjöllin uppurin og verðið er að hækka gífurlega. Hérna er verðþróunin á hveiti sem er undirstaða fyrir framleiðslu á flest öðrum matvælum

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 3.3.2008 kl. 20:11

6 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Til að rétt sé rétt þá eyða íslendingar 12% af ráðstöfunartekjum í mat sem er það fjórða minnsta innan OECD en þar af eyða íslendingar 5% í íslenskar landbúnaðarvörur

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 3.3.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband